Greinasafn eftir: Gógó

Svíar hafa kosið sér þjóðarblóm

Á dögunum kusu Svíar bláklukku (Campanula rotundifolia) sem þjóðarblóm sitt. Það var Hið sænska grasafræðiifélag sem hélt utan um kosninguna en henni lauk á föstudaginn síðasta. Svíþjóð hefur í rúma öld haft svokölluð héraðsblóm og þau náðu nokkrum vinsældum fyrir einmitt 100 árum. Sænski hluti Lapplands hefur einmitt holtasóley (Dryas octopetala) sem sitt blóm!

Hlaðvarp HÍN – fer í loftið í dag!

Hlaðvarp Hins íslenska náttúrufræðifélags fer í loftið í dag! Í hlaðvarpinu Hinir íslensku náttúrufræðingar hittum við íslenska náttúrufræðinga, kynnumst rannsóknum þeirra og störfum, heima og erlendis, ástríðu þeirra fyrir náttúru og ævintýrum sem þeir hafa ratað í.

Hlaðvarpið má nálgast á Spotify hér.

Nýtt hefti af Náttúrufræðingnum

Nú ættu félagsmenn HÍN að hafa fengið 2.-3. hefti Náttúrufræðingsins, 90. árgangs í hendur. Í heftinu er m.a. fjallað um nýlegar rannsóknir og kenningar á viðhofum ferðamanna til óspilltrar náttúru og víðerna en einnig um ferðir yfir Vatnajökul til forna. Þá er fjallað um forvitnilegar fiðrildaveiðar og tunglfisk en forsíðugreinin er um búsvæði og vernd vaðfugla á Íslandi.

Nýja heftið er 80 bls. Útgefendur eru Hið íslenska náttúrufræðifélag og Náttúruminjasafn Íslands. Ritstjóri er Álfheiður Ingadóttir.

Hér er hægt að gerast félagi í HÍN og fá nýja heftið sent heim og eldri hefti líka.

Leiðari ritstjóra.

Skýrsla stjórnar fyrir árið 2019.

Reikningar fyrir árið 2019.

Hlaðvarp HÍN

Hið íslenska náttúrufræðifélag hefur í hyggju að hleypa af stokkunum hlaðvarpi um íslenska náttúrufræðinga.

Felagið hefur um árabil staðið fyrir fræðslu og viðburðum um náttúru Íslands enda eitt af markmiðum félagsins að efla vitund um íslenska náttúru. Á tímum Covid-19 höfum við í stjórn félagsins þurft að þreifa fyrir okkur með nýjar leiðir í fræðslu og miðlun og er fyrirhugað hlaðvarp skref í þá átt.

Hlaðvarpið ber nafnið Hinir íslensku náttúrufræðingar. Aðalmarkmið þess er að auka veg og virðingu náttúrufræðigreina og varpa ljósi á þau fjölbreyttu störf sem íslenskir náttúrufræðingar vinna, heima og erlendis. Að sjálfsögðu viljum við einnig vekja athygli á félaginu og starfsemi þess. Þannig langar okkur að laða yngra fólk aðfélaginu en um leið sýna breiddina í hópi náttúrufræðinga.

Þær Helena W Óladóttir og Hafdís Hanna Ægisdóttir eru umsjónarkonur hlaðvarpsins fyrir hönd HÍN. Helena situr í stjórn félagsins en hefur lengi starfað á vettvangi umhverfis- og menntamála og Hafdís Hanna er náttúrufræðingum að góðu kunn, m.a. fyrir þátttöku sína í leiðangri vísindakvenna á Suðurskautslandið fyrir skemmstu og störf sem forstöðumaður Landgræðsluskóla SÞ.

Helena Óladóttir, fræðslustjóri HÍN