Greinasafn eftir: Gógó

Samningur HÍN og NMSÍ

Frá árinu 2014 hefur Náttúruminjasafn Íslands kostað útgáfu Náttúrufræðingsins til helminga á móti félaginu en nú fyrir áramótin var samningurinn endurskoðaður og nokkrar breytingar gerðar. Endurskoðun samningsins var unnin af stjórn félagsins og Hilmari J. Malmquist, forstöðumanni Náttúruminjasafns Íslands.

Bókartilboð til félagsmanna

Bókin Sigurður Þórarinsson – Mynd af manni eftir Sigrúnu Helgadóttur
er ævisaga eins helsta vísindamanns þjóðarinnar. Sigurður var landsþekktur
fyrir jarðfræðirannsóknir sínar og fyrir að miðla upplýsingum um
jarðfræðileg fyrirbæri til landsmanna á skýran og greinargóðan hátt.

Útgefandi er Náttúruminjasafn Íslands.

Bókin er veglegt tveggja binda verk í öskju. Sannkölluð heimilaprýði.

Félagsmönnum Hins íslenska náttúrufræðifélags býðst að kaupa verkið á
tilboðsverði, 13.900 kr. með heimsendingargjald innifalið. Venjulegt verð í vefverslun er 15.900 kr.

Félagsmenn sem eru á póstlista eru nú búnir að fá tilboðskóðann sendann í tölvupósti en ef það eru einhverjir sem eru á félagaskrá og vilja nýta sér tilboðið má hafa samband við ritari@hin.is – nýskráðir félagar geta að sjálfsögðu líka nýtt sér tilboðið! Smellið hér til að gerast félagi í HÍN.

Heimasíða HÍN

Vefstjóri hefur nú farið létt yfir heimasíðu félagsins og bætt við efni á borð við aðalfundargerðum, ársskýrslum og ályktunum sem félagið hefur sent frá sér. Listarnir eru þó ekki tæmandi en stefnan er að ályktanir, umsagnir og opin bréf í nafni félagsins verði aðgengileg hér á síðunni.

Lesendur mega gjarnan senda ábendingar um það sem betur mætti fara á ritari@hin.is