Arnþór Garðarsson jarðsunginn

Í dag verður okkar kæri Arnþór Garðarsson jarðsunginn. Arnþór var prófessor emeritus í dýrafræði við Háskóla Íslands, fyrrum formaður félagsins og heiðursfélagi. Hann lést á nýársdag, 83 ára að aldri. Arnþór var merkur fræðimaður og lagði m.a. grunn að talningu og vöktun sjófugla. Árið 2010 voru birt æviágrip Arnþórs í Náttúrufræðingnum sem hér er vísað í en þau voru rituð af Gísla Má Gíslasyni, Árna Einarssyni og Þóru Ellen Þórhallsdóttur. Félagið vottar aðstandendum Arnþórs dýpstu samúð vegna fráfalls hans.