Færslusafn eftir: Hið íslenska náttúrufræðifélag

Aðalfundur HÍN 2017

Boðað er til aðalfundar Hins íslenska náttúrufræðifélags mánudaginn 27. febrúar 2017 í stofu 132 í Öskju, húsi náttúruvísinda við Háskóla Íslands. Fyrir dagskrá aðalfundar flytur Guðrún Larsen vísindamaður emerita við Jarðvísindastofnun Háskólans erindi sem hún kallar „Af framferði jökulhlaupa í Kötlugosum“. Erindið hefst kl. 17:15 og eru allir velkomnir eins og á önnur fræðsluerindi félagsins. Aðalfundarstörf hefjast að loknu erindi Guðrúnar, kl. 18:15.

Dagskrá aðalfundarins er eins og henni er lýst í lögum félagsins:
– Skýrsla formanns um störf stjórnar á liðnu starfsári.
– Skýrsla gjaldkera, endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til atkvæðagreiðslu.
– Kosning stjórnarmanna og skoðunarmanna reikninga.
– Önnur mál.

Halda áfram að lesa

Þróun gróðursamfélaga í Hekluhraunum og nágrenni skoðuð með vettvagnsathugunum og fjarkönnunargögnum

Næsta fræðsluerindi HÍN verður haldið mánudaginn 30. janúar 2017 í stofu 132 í Öskju, húsi náttúruvísinda við Háskóla Íslands, og hefst erindið kl. 17:15.
Það er landfræðingurinn Olga Kolbrún Vilmundardóttir sem flytur erindi sem hún nefnir Þróun gróðursamfélaga í Hekluhraunum og nágrenni skoðuð með vettvagnsathugunum og fjarkönnunargögnum.

Halda áfram að lesa

Náttúrufræðingurinn Jón lærði?

Næsta fræðsluerindi HÍN verður haldið mánudaginn 28. nóvember 2016 í stofu 132 í Öskju, húsi náttúruvísinda við Háskóla Íslands, og hefst erindið kl. 17:15.
Það er bókmenntafræðingurinn Viðar Hreinsson sem flytur erindi sem hann nefnir Náttúrufræðingurinn Jón lærði?.

Ágrip af erindi Viðars.

„Jón Guðmundsson lærði (1574-1658) er einn sérkennilegasti Íslendingur sögunnar, bóndi og sjómaður, skáld og listamaður, galdramaður og læknir. Hann var líka andófsmaður og fyrsti rannsóknarblaðamaðurinn. Hann skrifaði fyrsta ritið sem varðveitt er á íslensku um náttúru landsins og því má spyrja hvort óhætt sé kalla hann fyrsta íslenska náttúrufræðinginn.

Halda áfram að lesa

Hafsbotnsjarðfræði og kortlagning íslenska landgrunnsins

Næsta fræðsluerindi HÍN verður haldið mánudaginn 31. október 2016 í stofu 132 í Öskju, húsi náttúruvísinda við Háskóla Íslands, og hefst erindið kl. 17:15.
Það eru jarðfræðingarnir Árni Hjartarson, Anett Blischke, Skúli Víkingsson og Ögmundur Erlendsson sem flytja erindi sem þeir nefna Hafsbotnsjarðfræði og kortlagning íslenska landgrunnsins.

Ágrip af erindi Árna, Anett, Skúla og Ögmundar.

„Jarðfræðirannsóknir og kortlagning á hafsvæðunum við Ísland er verkefni sem unnið er að á Íslenskum orkurannsóknum. Þetta er hluti af stóru Evrópuverkefni sem gengur undir heitinu EMODnet. Verkefninu á að opna aðgang að rannsóknargögnum, samræma þau og setja á veraldarvefinn. Jarðfræðinni er skipt á milli fimm vinnuhópa sem fjalla um berggrunn, botngerð, strandhegðun, hagnýt jarðefni og jarðvá. Halda áfram að lesa

Súrnun sjávar frá fjöru niður í djúpsævi

Næsta fræðsluerindi HÍN verður haldið mánudaginn 26. septemberl 2016 í stofu 132 í Öskju, húsi náttúruvísinda við Háskóla Íslands, og hefst erindið kl. 17:15.
Það er líffræðingurinn Hrönn Egilsdóttir sem flytur erindi sem hún nefnir Súrnun sjávar frá fjöru niður í djúpsævi.

Ágrip af erindi Hrannar, haldið mánudaginn 26. september 2016.

„Á heimsvísu er aukning á koldíoxíði (CO2) í sjó að valda súrnun sjávar og lækkandi kalkmettun og er því spáð að þessar breytingar munu hafa neikvæð áhrif á fjölda sjávarlífvera þegar fram líða stundir. Hraði þessara breytinga og alvarleiki er þó breytilegur eftir svæðum og búsvæðum innan svæða. Langtímamælingar Hafrannsóknastofnunar sýna að yfirborðssjór í Íslandshafi, norður af landinu, og í Irminger hafi suð-vestur af landinu súrnar hratt miðað við það sem mælingar sunnar í Atlantshafinu gefa til kynna. Halda áfram að lesa

Ályktun um samstarf Náttúruminjasafns Íslands og Perlu norðursins

HÍN sendi í upphafi mánaðar frá sér eftirfarandi ályktun um samstarf Náttúruminjasafns Íslands og Perlu norðursins.
Ályktunin var send mennta- og menningarmálaráðherra.

Ályktun um samstarf Náttúruminjasafns Íslands og Perlu norðursins

Hið íslenska náttúrufræðifélag (HÍN) hefur fylgst með undirbúningi að hinni miklu og glæsilegu náttúrusýningu sem Perla norðursins ehf. vinnur að í Perlunni á Öskjuhlíð. HÍN hefur um langan aldur barist fyrir því að komið verði upp sambærilegri sýningu fyrir þjóðina á vegum Náttúruminjasafns Íslands. Um skeið leit út fyrir að það markmið væri að nást einmitt á þessum stað en þær vonir brugðust. Nú hafa mál þróast á þann veg að Perla norðursins hefur kynnt menntamálaráðherra erindi þar sem Náttúruminjasafninu er boðið upp á formlegt samstarf. Í því felst að Náttúruminjasafninu er boðin ein hæð í Perlunni endurgjaldslaust undir sýningu á eigin vegum. Perla Norðursins mun standa straum af rekstrarkostnaði sem Náttúruminjasafnið hefði af sýningarhaldinu, það er húsaleigu, laun starfsfólks, hita og rafmagn. Kostnaður ríkisins vegna verkefnisins væri bundinn við uppsetningu á sýningu Náttúruminjasafnsins og viðhald hennar.

HÍN telur að þetta sé gott tilboð og öllum í hag bæði ríki og borg, Perlu norðursins og Náttúruminjasafninu og ekki síst almenningi og gestum í landinu. Þótt þetta fyrirkomulag sé ekki í samræmi við samning menntamálaráðuneytis og HÍN frá 16. júní 1947, þar sem ráðuneytið fyrir hönd ríkisins tók við safnmunum Náttúrugripasafnsins gamla með fyrirheitum um sýningaraðstöðu og fleira, telur félagið að þetta sé skref í rétta átt. Mikilvægi Náttúruminjasafnsins sem fræðslu- og menntastofnunar er það mikið að ekki má láta þetta tækifæri sér úr greipum ganga. HÍN hvetur því menntamálaráðherra eindregið til að ganga að þessu góða tilboði og hefja samstarf við Perlu norðursins og greiða þannig leið Náttúruminjasafnsins til sýningarhalds og þeirra umsvifa sem lög gera ráð fyrir.

1. ágúst 2016
F.h. stjórnar HÍN
Árni Hjartarson