Greinasafn eftir: Hið íslenska náttúrufræðifélag

Aðalfundur HÍN 2017

Boðað er til aðalfundar Hins íslenska náttúrufræðifélags mánudaginn 27. febrúar 2017 í stofu 132 í Öskju, húsi náttúruvísinda við Háskóla Íslands. Fyrir dagskrá aðalfundar flytur Guðrún Larsen vísindamaður emerita við Jarðvísindastofnun Háskólans erindi sem hún kallar „Af framferði jökulhlaupa í Kötlugosum“. Erindið hefst kl. 17:15 og eru allir velkomnir eins og á önnur fræðsluerindi félagsins. Aðalfundarstörf hefjast að loknu erindi Guðrúnar, kl. 18:15.

Dagskrá aðalfundarins er eins og henni er lýst í lögum félagsins:
– Skýrsla formanns um störf stjórnar á liðnu starfsári.
– Skýrsla gjaldkera, endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til atkvæðagreiðslu.
– Kosning stjórnarmanna og skoðunarmanna reikninga.
– Önnur mál.

Halda áfram að lesa

Þróun gróðursamfélaga í Hekluhraunum og nágrenni skoðuð með vettvagnsathugunum og fjarkönnunargögnum

Næsta fræðsluerindi HÍN verður haldið mánudaginn 30. janúar 2017 í stofu 132 í Öskju, húsi náttúruvísinda við Háskóla Íslands, og hefst erindið kl. 17:15.
Það er landfræðingurinn Olga Kolbrún Vilmundardóttir sem flytur erindi sem hún nefnir Þróun gróðursamfélaga í Hekluhraunum og nágrenni skoðuð með vettvagnsathugunum og fjarkönnunargögnum.

Halda áfram að lesa

Náttúrufræðingurinn Jón lærði?

Næsta fræðsluerindi HÍN verður haldið mánudaginn 28. nóvember 2016 í stofu 132 í Öskju, húsi náttúruvísinda við Háskóla Íslands, og hefst erindið kl. 17:15.
Það er bókmenntafræðingurinn Viðar Hreinsson sem flytur erindi sem hann nefnir Náttúrufræðingurinn Jón lærði?.

Ágrip af erindi Viðars.

„Jón Guðmundsson lærði (1574-1658) er einn sérkennilegasti Íslendingur sögunnar, bóndi og sjómaður, skáld og listamaður, galdramaður og læknir. Hann var líka andófsmaður og fyrsti rannsóknarblaðamaðurinn. Hann skrifaði fyrsta ritið sem varðveitt er á íslensku um náttúru landsins og því má spyrja hvort óhætt sé kalla hann fyrsta íslenska náttúrufræðinginn.

Halda áfram að lesa

Hafsbotnsjarðfræði og kortlagning íslenska landgrunnsins

Næsta fræðsluerindi HÍN verður haldið mánudaginn 31. október 2016 í stofu 132 í Öskju, húsi náttúruvísinda við Háskóla Íslands, og hefst erindið kl. 17:15.
Það eru jarðfræðingarnir Árni Hjartarson, Anett Blischke, Skúli Víkingsson og Ögmundur Erlendsson sem flytja erindi sem þeir nefna Hafsbotnsjarðfræði og kortlagning íslenska landgrunnsins.

Ágrip af erindi Árna, Anett, Skúla og Ögmundar.

„Jarðfræðirannsóknir og kortlagning á hafsvæðunum við Ísland er verkefni sem unnið er að á Íslenskum orkurannsóknum. Þetta er hluti af stóru Evrópuverkefni sem gengur undir heitinu EMODnet. Verkefninu á að opna aðgang að rannsóknargögnum, samræma þau og setja á veraldarvefinn. Jarðfræðinni er skipt á milli fimm vinnuhópa sem fjalla um berggrunn, botngerð, strandhegðun, hagnýt jarðefni og jarðvá. Halda áfram að lesa