Greinasafn eftir: Hið íslenska náttúrufræðifélag

Plöntupressur

Plöntupressur eru einfaldar en ótrúlega þægilegar að hafa. Þær er hægt að útbúa úr tveimur fjölum sem er haldið saman með tveimur borðum eða reipisbútum sem auðvelt er að strekkja vel til að halda góðri pressu á plöntunum. Svo þarf bara að gæta þess að skipta nógu oft um þerripappír því plöntur sem þorna of hægt geta orðið svartar.

Plöntupressupappír er frekar sérstakur að gerð og sérstaklega til þess fallinn að þurrka plöntur. Hann má nota út í hið óendanlega ef vel er farið með hann. Hjá Lundarháskóla þar sem ég starfa, er stranglega bannað að setja plönturnar beint á pappírinn heldur þarf að setja plönturnar milli dagblaða eða eins og ég geri, á venjulegan prentarapappír. Hér er svo pressupappírinn settur í þurrkofn eftir notkun og lítið herbergi helgað plöntupressun og því sem henni tilheyrir.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er ég í þetta sinn bara að pressa stök blöð en það er auðvitað ekki vaninn ef plöntum er safnað. Hins vegar hafa plönturnar mínar ekki enn þjónað sínum tilgangi eru því áfram í ræktun. Venjulegur prentarapappír er sýrufrír og því upplagður fyrir plöntupressun. Sömuleiðis gerir hann það auðveldara að pressa plönturnar fallega þar sem papprírinn er það sléttur og sleipur.

Með einföldum tein, í þessu tilviki steyputein, strekkir maður á reipinu til að ná góðri pressu. Svo rekur maður teininn lengra í gegn þar til hann nemur við borðið til að pressan haldist. Eins og sjá má á slitnu neðra borði þar sem reipið liggur hefur pressan verið mikið notuð.

Gróa Valgerður Ingimundardóttir
27. maí 2021

Aðalfundur HÍN og fræðsluerindi 25. febrúar

Boðað er til aðalfundar Hins íslenska náttúrufræðifélags fimmtudaginn 25. febrúar á Zoom. Fyrir dagskrá aðalfundar heldur Bryndís Marteinsdóttir erindið Gróður- og jarðvegsauðlindir Íslands: Ástand og nýting. Erindið hefst klukkan 19:00 en dagsskrá aðalfundar hefst kl. 20:00. Tengill á fundinn verður gefinn út þegar nær dregur.

Dagskrá aðalfundarins er eins og henni er lýst í lögum félagsins:

•    Skýrsla formanns um störf stjórnar á liðnu starfsári.
•    Skýrsla gjaldkera, endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til atkvæðagreiðslu.
•    Kosning stjórnarmanna og skoðunarmanna reikninga.
•    Önnur mál.

Stjórn leggur til lagabreytingu í tilefni af tilkomu faghópa innan félagsins:

7. grein. Aðalfund félagsins skal halda í febrúar ár hvert, og skal dagskrá hans vera sem hér segir:

a. Skýrt frá helstu framkvæmdum á liðna árinu.
b. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins.
c. Kosin stjórn og formenn faghópa, tveir skoðunarmenn reikninga og einn skoðunarmaður til vara.
d. Önnur mál.

Stjórn HÍN skipa nú eftirtaldir: Ester Rut Unnsteinsdóttir formaður, Hrefna Sigurjónsdóttir varaformaður, Gróa Valgerður Ingimundardóttir ritari, Snæbjörn Guðmundsson gjaldkeri, Helena Óladóttir fræðslustjóri, Anna Heiða Ólafsdóttir félagsvörður og Bryndís Marteinsdóttir meðstjórnandi.

Almennir stjórnarmenn eru kosnir til tveggja ára í senn sem og formaður. Kjörtímabil þriggja stjórnarmanna er nú á enda og er nú kosið um þessi embætti.  Þetta eru embætti Hrefnu Sigurjónsdóttur, Bryndísar Marteinsdóttur og Gróu Valgerðar Ingimundardóttur. Hrefna og Gróa Valgerður gefa áfram kost á sér en Bryndís Marteinsdóttir mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.

Aðalfundur HÍN 2017

Boðað er til aðalfundar Hins íslenska náttúrufræðifélags mánudaginn 27. febrúar 2017 í stofu 132 í Öskju, húsi náttúruvísinda við Háskóla Íslands. Fyrir dagskrá aðalfundar flytur Guðrún Larsen vísindamaður emerita við Jarðvísindastofnun Háskólans erindi sem hún kallar „Af framferði jökulhlaupa í Kötlugosum“. Erindið hefst kl. 17:15 og eru allir velkomnir eins og á önnur fræðsluerindi félagsins. Aðalfundarstörf hefjast að loknu erindi Guðrúnar, kl. 18:15.

Dagskrá aðalfundarins er eins og henni er lýst í lögum félagsins:
– Skýrsla formanns um störf stjórnar á liðnu starfsári.
– Skýrsla gjaldkera, endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til atkvæðagreiðslu.
– Kosning stjórnarmanna og skoðunarmanna reikninga.
– Önnur mál.

Halda áfram að lesa

Þróun gróðursamfélaga í Hekluhraunum og nágrenni skoðuð með vettvagnsathugunum og fjarkönnunargögnum

Næsta fræðsluerindi HÍN verður haldið mánudaginn 30. janúar 2017 í stofu 132 í Öskju, húsi náttúruvísinda við Háskóla Íslands, og hefst erindið kl. 17:15.
Það er landfræðingurinn Olga Kolbrún Vilmundardóttir sem flytur erindi sem hún nefnir Þróun gróðursamfélaga í Hekluhraunum og nágrenni skoðuð með vettvagnsathugunum og fjarkönnunargögnum.

Halda áfram að lesa