Minningarorð

Frá er fallinn okkar kæri Hörður Kristinsson, stofnandi Flóruvina.

Hörður var mikill hugsjónamaður og grasafræðingur af lífi og sál. Grasafræðina hafði hann að ævistarfi, bæði í starfi sínu við Háskóla Íslands og hjá Náttúrufræðistofnun, en að auki eyddi hann ótöldum stundum af sínum frítíma við að sinna fræðunum á einn eða annan hátt. Auk þess að hafa það sem hugsjón að safna sem mestum upplýsingum um flóru Íslands þá brann hann fyrir því að vekja áhuga sem flestra á hinu sama. 

Lesa áfram.