Stjórn HÍN 2020

Fræbelgir fjörukáls á Spánarströnd, heldur súrir á svip. Mynd: GVI

Á aðalfundi HÍN þann 24. febrúar voru þrír sem gengu úr stjórn. Það voru þau Margrét Hugadóttir ritari (2017-2019), Sveinbjörg Hlíf Gunnarsdóttir fræðslustjóri (2018-2019) og Jóhann Þórsson félagsvörður (2016-2019). Við kunnum þeim að sjálfsögðu bestu þakkir fyrir þeirra störf!

Ester Rut Unnsteinsdóttir var endurkjörin í formannssætið og Snæbjörn Guðmundsson sem gjaldkeri. Hrefna Sigurjónsdóttir varaformaður og Bryndís Marteinsdóttir meðstjórnandi voru endurkjörnar í stjórn 2019 og halda því báðar áfram með tveggja ára kjörtímabil sín. Það er full ástæða til að þakka þeim öllum störf þeirra síðustu ár og fyrir að ætla að halda áfram sínu góða starfi!

Í stjórn félagsins voru kosnir þrír nýir stjórnarmenn: Helena Óladóttir kynningarstjóri, Anna Heiða Ólafsdóttir félagsvörður og Gróa Valgerður Ingimundardóttir ritari sem er kosin til eins árs til prufu þar sem hún er búsett erlendis, hinar voru kosnar til tveggja ára eins og venja er. Helena er umhverfisfræðingur og kennari að mennt. Hún hefur starfað á vettvangi umhverfismála frá því hún lauk meistaraprófi frá HÍ 2005. Hún vann að innleiðingu sjálfbærni í leik- og grunnskólum Reykjavíkurborgar, hefur starfað að umhverfis- og gæðastjórnun ásamt ráðgjöf um sjálfbærni og samfélagsábyrgð. Helena hefur kennt við Menntavísindasvið HÍ síðan 2016. Anna er fiskifræðingur á uppsjávarlífríkissvið Hafrannsóknastofnunar. Hún lærði fiskifræði við Memorial Háskóla á Nýfundnalandi, Kanada, og lauk þaðan bæði masters- og doktorsprófi. Frá Kanada lá leið hennar til Færeyja þar sem hún vann á færeysku hafrannsóknastofnuninni í nokkur ár áður en hún fluttist aftur til Íslands. Gróa Valgerður er í doktorsnámi í flokkunarfræði plantna við Lundarháskóla í Svíþjóð. Áður en hún flutti til Svíþjóðar 2011 vann hún hjá Náttúrufræðistofnun Íslands og þar áður hjá Líffræðistofnun