Nýtt hefti af Náttúrufræðingnum

Nú ættu félagsmenn HÍN að hafa fengið 2.-3. hefti Náttúrufræðingsins, 90. árgangs í hendur. Í heftinu er m.a. fjallað um nýlegar rannsóknir og kenningar á viðhofum ferðamanna til óspilltrar náttúru og víðerna en einnig um ferðir yfir Vatnajökul til forna. Þá er fjallað um forvitnilegar fiðrildaveiðar og tunglfisk en forsíðugreinin er um búsvæði og vernd vaðfugla á Íslandi.

Nýja heftið er 80 bls. Útgefendur eru Hið íslenska náttúrufræðifélag og Náttúruminjasafn Íslands. Ritstjóri er Álfheiður Ingadóttir.

Hér er hægt að gerast félagi í HÍN og fá nýja heftið sent heim og eldri hefti líka.

Leiðari ritstjóra.

Skýrsla stjórnar fyrir árið 2019.

Reikningar fyrir árið 2019.