Bókin Sigurður Þórarinsson – Mynd af manni eftir Sigrúnu Helgadóttur
er ævisaga eins helsta vísindamanns þjóðarinnar. Sigurður var landsþekktur
fyrir jarðfræðirannsóknir sínar og fyrir að miðla upplýsingum um
jarðfræðileg fyrirbæri til landsmanna á skýran og greinargóðan hátt.
Útgefandi er Náttúruminjasafn Íslands.
Bókin er veglegt tveggja binda verk í öskju. Sannkölluð heimilaprýði.
Félagsmönnum Hins íslenska náttúrufræðifélags býðst að kaupa verkið á
tilboðsverði, 13.900 kr. með heimsendingargjald innifalið. Venjulegt verð í vefverslun er 15.900 kr.
Félagsmenn sem eru á póstlista eru nú búnir að fá tilboðskóðann sendann í tölvupósti en ef það eru einhverjir sem eru á félagaskrá og vilja nýta sér tilboðið má hafa samband við ritari@hin.is – nýskráðir félagar geta að sjálfsögðu líka nýtt sér tilboðið! Smellið hér til að gerast félagi í HÍN.