Á árinu lauk stjórn við að endurskoða ritstjórnarstefnu Náttúrufræðingsins og er hún nú aðgengileg hér á heimasíðunni undir flipanum Náttúrufræðingurinn. Endurskoðuð stefnan var samþykkt af stjórn félagsins og í sumar send bæði ritstjórn Náttúrufræðingsins og forstöðumanni Náttúruminjasafns Íslands til umsagnar en NMSÍ styrkir útgáfu ritsins til helminga á móti félaginu.
