Nýr safnstjóri Náttúruminjasafns Íslands

20070528163408832831

Helgi Torfason

Dr. Helgi Torfason, jarðfræðingur og varaformaður Hins íslenska náttúrufræðifélags var skipaður 8. maí síðastliðinn safnstjóri hins nýja Náttúruminjasafns Íslands. Það var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálráðherra, sem veitti stöðuna, en alls bárust menntamálaráðuneytinu sjö umsóknir um embættið.

 

Helga er óskað velfarnaðar í hinu nýja starfi. Hans bíða mikilvæg og áhugaverð verkefni sem lúta að stefnumótun og skipulagningu á starfsemi hins nýja safns. HÍN vonar að vandað verði til verksins og til verði kallaðir hinir hæfustu aðilar. Félagsmenn HÍN eu hvattir til að fylgjast með þessu máli.