Mánudag 29. október 2007. Járngerður Grétarsdóttir: „Skammtímaáhrif sinubruna á Mýrum 2006 á gróður.“
Í lok mars 2006 kom upp mikill sinueldur í Hraunhreppi á Mýrum og brunnu þar um 68 km² af vel grónu landi. Um sumarið 2006 var gerð fyrsta úttekt á afleiðingum sinubrunans á gróður. Í ljós kom að bruninn hafði hvað mest áhrif á fjalldrapa og smárunna, en einnig á barnamosa, sem er mjög ríkjandi í gróðurfari svæðisins. Fléttutegundum fækkaði einnig. Í sumarlok 2006. rúmu ári að brunanum liðnum, var endurnýjun gróðurs komin vel á veg.