AÐALFUNDUR HÍN

Boðað er til aðalfundar Hins íslenska náttúrufræðifélags laugardaginn 23. febrúar 2008 kl. 14:00 í Safnahúsinu, fundarsal Náttúrufræðistofu Kópavogs að Hamraborg 6a, Kópavogi.

Dagskrá aðalfundarins er eftirfarandi:

1. Fundarsetning.
2. Skýrsla stjórnar HÍN fyrir árið 2007.
3. Reikningar HÍN fyrir árið 2007.
4. Skýrslur fulltrúa HÍN í opinberum nefndum fyrir árið 2007.
5. Tillaga til lagabreytingar.
6. Tillögur til ályktunar.
7. Kjör stjórnarmanna og embættismanna félagsins.
8. Önnur mál.
9. Fundarslit.

Athygli er vakin á dagskrárlið númer fimm, tillögu um lagabreytingu, sem stjórn HÍN leggur fram. Um er að ræða 7. gr. þar sem fjallað er um aðalfund félagsins. Sjöundu lagagrein má lesa hér.

Stjórn HÍN leggur til að eftirfarandi breyting verði samþykkt og varðar hún setninguna um boðun aðalfundar. Setningin er: „Aðalfund skal boða bréflega með hæfilegum fyrirvara þeim félagsmönnum, sem búa í Reykjavík og nágrenni.“ Setningin verði: „Aðalfund skal boða félagsmönnum með bréfi eða tölvupósti með a.m.k. tveggja vikna fyrirvara.“

Kaffiveitingar verða í boði og allir eru velkomnir!