Aðalfundur HÍN var haldinn mánudaginn 28. febrúar 2018 í Öskju, Náttúrfræðahúsi Háskóla Íslands.
Í stjórn félagsins var endurkjörinn einn stjórnarmaður sem var að ljúka öðru starfsári fyrir félagið, en það var Jóhann Þórsson líffræðingur. Þrír stjórnarmenn gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi setu, það voru þau Hafdís Hanna Ægisdóttir, varaformaður, Hilmar Malmquist og formaðurinn, Árni Hjartarson. Nýir stjórnarmenn voru kjörnir, Hrefna Sigurjónsdóttir ,líffræðingur, Sveinborg H. Gunnarsdóttir, jarðfræðingur og Steinþór Níelsson, jarðfræðingur. Nýr formaður félagsins var kosinn Ester Rut Unnsteinsdóttir sem áður gengdi embætti gjaldkera félagsins. Einn stjórnarmaður, Bryndís Marteinsdóttir, situr áfram næsta kjörtímabil.
Á fyrsta stjórnarfundi nýrrar stjórnar mun stjórnin skipta með sér verkum. Undir tenglinum Um félagið hér að ofan til vinstri má finna upplýsingar um núverandi stjórn HÍN.
Á fundinum var Þóra Ellen Þórhallsdóttir grasafræðingur og prófessor í grasafræði frá 1995, gerður að heiðursfélaga HÍN.