Vegleg bókagjöf um náttúrufræði

Í lok árs 2018 færði Pétur M. Jónasson, 98 ára, prófessor emeritus við Kaupmannahafnarháskóla og dætur hans Margrét og Kristín Náttúruminjasafni Íslands (NMSÍ) veglega bókagjöf. Gjöfin telur um 500 titla af fræðiritum um náttúru eftir evrópska náttúrufræðinga, frá ofanverðri 17. öld og fram á 21. öldina. Mörg verkanna eru mjög fágæt og afar dýrmæt. Nánar um bókagjöfina má finna á heimasíðu NMSÍ.