Heimsókn á sýningu Náttúruminjasafnsins

Í stað þess að haldið væri hefðbundið fræðsluerindi í desember var félögum boðið að heimsækja nýopnaða sýningu Náttúruminjasafnsins, Vatnið í náttúru íslands í Perlunni. Þar tóku á móti okkur forstöðumaður safnsins, Hilmar Malmquist og Álfheiður Ingadóttir ritstjóri. Hilmar hélt erindi þar sem stiklað var á stóru í sögu sýningarinnar og bauð fólkið velkomið. Hann og Álfheiður veittu svo gestum leiðsögn um sýninguna og svöruðu spurningum og í lokin var boðið upp á veitingar. Góð mæting var á viðburðinn og virtust félagar almennt hafa ánægju af sýningunni og að hittast á þessum vettvangi. Við þökkum þeim Hilmari og Álfheiði fyrir góðar móttökur og óskum okkur öllum til hamingju með glæsilega sýningu.