Fræðsludagsskrá vetrarins er loksins að hefjast eftir smá hlé en Náttúruminjasafn Íslands býður félagsmönnum HÍN á sýningu safnsins í Perlunni fimmtudaginn 6. desember kl. 17. Starfsfólk Náttúruminjasafnsins tekur á móti félagsmönnum og leiðir þá um sýninguna.
Að lokinni leiðsögn verða léttar veitingar í boði á efstu hæð Perlunnar.
Vinsamlegast skráið þátttöku hér.