Frá aðalfundi HÍN 2019

Aðalfundur HÍN var haldinn mánudaginn 25. febrúar 2019 í Öskju, Náttúrfræðahúsi Háskóla Íslands.

Í stjórn félagsins var endurkjörinn þrír stjórnarmenn sem voru að ljúka öðru starfsári fyrir félagið, en það voru Hrefna Sigurjónsdóttir, Margrét Hugadóttir og Bryndís Marteinsdóttir. Steinþór Níelsson gjaldkeri ákvað að láta af stjórn vegna anna en hann á eftir ár í stjórnarsetu. Snæbjörn Guðmundsson jarðfræðingur var kosin í stjórn í eitt ár í hans stað. Einn stjórnarmaður, Jóhann Þórsson ásamt Esteri Rut Unnsteinsdóttur formanni sitja áfram næsta kjörtímabil.

Á fyrsta stjórnarfundi nýrrar stjórnar mun stjórnin skipta með sér verkum. Undir tenglinum Um félagið hér að ofan til vinstri má finna upplýsingar um núverandi stjórn HÍN.

Hjörtur Marteinsson og Guðbjörg Lind Jónsdóttir komu á fundinn til að segja frá bók sem er skrifuð af Stefáni Stefánssyni sem kennslubók um gróðurríki Íslands fyrir skólapilta í Möðruvallaskóla veturinn 1890-1891. Þau afhentuda stjórn HÍN bókina formlega til eignar. Ester Rut, formaður tók við bókinni og þakkaði kærlega fyrir.