Staða þekkingar um fiskeldi í sjó – Málstofa

Fræðslufundur HÍN, mánudaginn 25. mars 2019 verður í formi málstofu og hefst fundurinn kl. 17.15. Málstofan fer fram í stofu 132 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands.

Umræðuefnið er fiskeldi í sjó og markmiðið er að kynna  stöðu þekkingar um hugsanleg áhrif fiskeldis á umhverfið. Til fundarins munu koma vísindamenn á sviði líffræði og hafefnafræði með  víðtæka þekkingu, bæði sem fyrirlesarar, fulltrúar á pallborði og sem sérfræðingar í sal. Ekki er leitað eftir afstöðu fræðimanna til málaflokksins heldur er fyrst og fremst boðið upp á upplýsingar, fróðleik og tækifæri til umræðna.

Flutt verða þrjú stutt kynningarerindi en síðan verða umræður á pallborði og úr sal.   Málstofan tekur tvær klukkustundir í heildina. Þetta verður því knappur en fyrst og fremst upplýsandi og spennandi fræðslufundur.

Erindi

  • Leó Alexander Guðmundsson, erfðafræðingur hjá Hafrannsóknastofnun.
  • Sólveig Rósa Ólafsdóttir, hafefnafræðingur hjá Hafrannsóknastofnun.
  • Árni Kristmundsson, sníkjudýrasérfræðingur á Keldum.

Á pallborði munu sitja:

    • Þorleifur Eiríksson, RORUM
    • Rakel Guðmundsdóttir, Hafrannsóknastofnun
    • Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, Fræðasetur Háskóla Íslands, Vestfjörðum
    • Skúli Skúlason, Háskólinn á Hólum
    • Stefán Óli Steingrímsson, Háskólinn á Hólum
    • Erna Karen Óskarsdóttir, Mast

Fundarstjóri er Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands.

Boðið verður upp á léttar veitingar að loknum fundi.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Stjórn HÍN

1 thoughts on “Staða þekkingar um fiskeldi í sjó – Málstofa

  1. Anna Berg Samúelsdóttir

    Sæl verið þið,

    Afar spennandi málstofa sem ég að sjálfsögðu hefði viljað sitja, er staðsett á Austfjörðum og tel ekki forsvaranlegt gagnvart kolefnisspori að fljúga suður á þessa málstofu. Langar í þessu samhengi að athuga hvort þið hafi beina útsendingu frá málstofunni?

    Kær kveðja
    Anna Berg

Lokað er á athugasemdir.