Aðalfundur HÍN og Flóra Íslands

Boðað er til aðalfundar Hins íslenska náttúrufræðifélags mánudaginn 25. febrúar 2019 í stofu 132 í Öskju, húsi náttúruvísinda við Háskóla Íslands. Fyrir dagskrá aðalfundar verður bókin Flóra Íslands kynnt.  Hún kom út núna fyrir jólin og eru höfundar Hörður Kristinsson, Jón Baldur Hlíðberg og Þóra Ellen Þórhallsdóttir.  Erindið flytja þau Þóra og Jón Baldur og hefst það kl. 17:15.  Allir eru velkomnir eins og á önnur fræðsluerindi félagsins.
Aðalfundarstörf hefjast að því loknu, kl. 18:15.

Dagskrá aðalfundarins er eins og henni er lýst í lögum félagsins:

  • Skýrsla formanns um störf stjórnar á liðnu starfsári.
  • Skýrsla gjaldkera, endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til atkvæðagreiðslu.
  • Kosning stjórnarmanna og skoðunarmanna reikninga.
  • Önnur mál.

Stjórn HÍN skipa nú eftirtaldir: Ester Rut Unnsteinsdóttir formaður, Hrefna Sigurjónsdóttir varaformaður, Margrét Hugadóttir ritari, Steinþór Níelsson gjaldkeri, Sveinborg Hlíf Gunnarsdóttir fræðslustjóri, Jóhann Þórsson félagsvörður og Bryndís Marteinsdóttir meðstjórnandi.

Almennir stjórnarmenn eru kosnir til tveggja ára í senn sem og formaður.  Kjörtímabil þriggja stjórnarmanna er nú á enda og er nú kosið um þessi embætti.  Þetta eru embætti Hrefnu Sigurjónsdóttur, Bryndísar Marteinsdóttur og Margrétar Hugadóttur. Auk þeirra þá hafa Steinþór og Sveinborg óskað eftir að láta af stjórnarmennsku.