Hið íslenska náttúrufræðifélag (HÍN) fagnar 130 ára afmæli um þessar mundir. Félagið var stofnað árið 1889 og hefur það frá upphafi lagt áherslu á að efla íslensk náttúruvísindi, glæða áhuga og auka þekkingu manna á öllu sem snertir náttúrufræði.
Í tilefni af afmælinu er efnt til afmælisráðstefnu HÍN í stjörnuveri Perlunnar fimmtudaginn 21. nóvember kl. 20:00-22:00. Viðfangsefnið er íslensk náttúra á tímum hamfarahlýnunar.
Er eyjan okkar fastmótuð eða síbreytileg? Á síðustu 130 árum, hefur landið okkar tekið miklum breytingum. Landris, skriður, gróður og rof móta landið og hafa loftslagsbreytingar haft mikil áhrif á t.d. jökla á síðustu áratugum.
Í Vatnajökulsþjóðgarði má finna gífurlega fjölbreytta náttúru og hafa rannsóknir á svæðum innan þjóðgarðsins veitt einstaka innsýn inn í þær breytingar sem eiga sér stað á jörðinni okkar.
Á afmælisráðstefnu HÍN verða flutt erindi sem varpa ljósi á íslenska náttúru í 130 ár.
Fundarstjóri er Magnús Guðmundsson
Erindi
Hundrað ára einsemd – líf í kvikri náttúru Vatnajökulsþjóðgarðs, Snorri Baldursson, líffræðingur
Jöklar á hverfandi hveli, Hrafnhildur Hannesdóttir, jöklafræðingur
Hörfandi jöklar og stöðugleiki fjallshlíða, Þorsteinn Sæmundsson, jarðfræðingur
Pallborðsumræður
Í pallborði sitja Elín Björk Jónsdóttir, Hrafnhildur Hannesdóttir, Ingibjörg Eiríksdóttir, Kristín Svavarsdóttir, Magnús Guðmundsson, Ólafur Karl Nielsen, Snorri Baldursson, Þorsteinn Sæmundsson.
Að lokinni dagskrá verður boðið upp á léttar veitingar á efstu hæð Perlunnar.
Vinsamlegast skráið þátttöku hér: https://forms.gle/auBUbysFLGB6ZhP36
Verið hjartanlega velkomin,
stjórn HÍN