Aðalfundur HÍN og fræðsluerindi 25. febrúar

Boðað er til aðalfundar Hins íslenska náttúrufræðifélags fimmtudaginn 25. febrúar á Zoom. Fyrir dagskrá aðalfundar heldur Bryndís Marteinsdóttir erindið Gróður- og jarðvegsauðlindir Íslands: Ástand og nýting. Erindið hefst klukkan 19:00 en dagsskrá aðalfundar hefst kl. 20:00. Tengill á fundinn verður gefinn út þegar nær dregur.

Dagskrá aðalfundarins er eins og henni er lýst í lögum félagsins:

•    Skýrsla formanns um störf stjórnar á liðnu starfsári.
•    Skýrsla gjaldkera, endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til atkvæðagreiðslu.
•    Kosning stjórnarmanna og skoðunarmanna reikninga.
•    Önnur mál.

Stjórn leggur til lagabreytingu í tilefni af tilkomu faghópa innan félagsins:

7. grein. Aðalfund félagsins skal halda í febrúar ár hvert, og skal dagskrá hans vera sem hér segir:

a. Skýrt frá helstu framkvæmdum á liðna árinu.
b. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins.
c. Kosin stjórn og formenn faghópa, tveir skoðunarmenn reikninga og einn skoðunarmaður til vara.
d. Önnur mál.

Stjórn HÍN skipa nú eftirtaldir: Ester Rut Unnsteinsdóttir formaður, Hrefna Sigurjónsdóttir varaformaður, Gróa Valgerður Ingimundardóttir ritari, Snæbjörn Guðmundsson gjaldkeri, Helena Óladóttir fræðslustjóri, Anna Heiða Ólafsdóttir félagsvörður og Bryndís Marteinsdóttir meðstjórnandi.

Almennir stjórnarmenn eru kosnir til tveggja ára í senn sem og formaður. Kjörtímabil þriggja stjórnarmanna er nú á enda og er nú kosið um þessi embætti.  Þetta eru embætti Hrefnu Sigurjónsdóttur, Bryndísar Marteinsdóttur og Gróu Valgerðar Ingimundardóttur. Hrefna og Gróa Valgerður gefa áfram kost á sér en Bryndís Marteinsdóttir mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.