Fræðsluerindi: Áhrif matvælaframleiðslu á líffræðilegan fjölbreytileika

Sigurður Loftur Thorlacius, umhverfisverkfræðingur (MSc) hjá Eflu fjallar um umhverfisáhrif matvælaframleiðslu í víðu samhengi.

Landbúnaður hefur haft mikil áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika og lífmassa lífvera á jörðinni. Matvælaframleiðsla er talin valda losun á fjórðungi gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. 


Í lok erindisins verður kynnt Matarspor, hugbúnaður sem stuðlar að vitundarvakningu um loftslagsáhrif matar.

Aðgangur er ókeypis og öllum opinn en erindinu verður jafnframt streymt.

Hér má finna streymi á erindið.

Hér má finna hlekk á viðburðinn.

Hér má finna glærur Sigurðar frá erindinu á PDF formati.