Greinasafn fyrir flokkinn: Fræðsla

Fræðsluerindi: Áhrif matvælaframleiðslu á líffræðilegan fjölbreytileika

Sigurður Loftur Thorlacius, umhverfisverkfræðingur (MSc) hjá Eflu fjallar um umhverfisáhrif matvælaframleiðslu í víðu samhengi.

Landbúnaður hefur haft mikil áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika og lífmassa lífvera á jörðinni. Matvælaframleiðsla er talin valda losun á fjórðungi gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. 


Í lok erindisins verður kynnt Matarspor, hugbúnaður sem stuðlar að vitundarvakningu um loftslagsáhrif matar.

Aðgangur er ókeypis og öllum opinn en erindinu verður jafnframt streymt.

Hér má finna streymi á erindið.

Hér má finna hlekk á viðburðinn.

Hér má finna glærur Sigurðar frá erindinu á PDF formati.

Heimsókn á aðventu

Þann 13. desember 2022 klukkan 17:00 mun Hið íslenska náttúrufræðifélag og Náttúruminjasafn Íslands bjóða félögum og gestum þeirra að heimsækja nýtt sýningarhúsnæði Náttúruminjasafnsins á Seltjarnarnesi.
Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður NMSÍ, mun taka á móti okkur og segja frá framtíðarhúsakynnum safnsins og HÍN býður upp á aðventuglögg og smákökur.

Hlökkum til að sjá ykkur, kæru félagar!

Aðalfundur HÍN og fræðsluerindi 28. febrúar

Erindi Sigrúnar Helgadóttur um bók hennar Sigurður Þórarinsson, Mynd af manni I-II, verk Sigurðar og hvað hann gerði fyrir HÍN. Hann var formaður í aðeins 2 ár en hafði mikil áhrif. Erindið byrjar klukkan 19:00. Slóð á Teams streymi má nálgast hér.

Dagskrá aðalfundar byrjar kl. 20:00. Slóð á Teams streymi má nálgast hér.

Erindið og fundurinn fer fram á Náttúrufræðistofnun, Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ. Ekið er framhjá Kauptúni og eftir Urriðaholtsstræti, meðfram húsi Náttúrufræðistofnunar. Ekið er upp á efra stæði austan hússins og farið inn um hurð á vestari inngangi. Þar verða blöðrur til að sýna hvar farið er inn á fundinn.

Þeir sem koma gangandi geta farið sömu leið eða upp járnstiga sem er við starfsmannainngang þar sem ekið er inn í bílageymslu vestanmegin.

Ekið er framhjá Kauptúni og eftir Urriðaholtsstræti, meðfram húsi Náttúrufræðistofnunar. Ekið er upp á efra stæði austan hússins og farið inn um hurð á vestari inngangi. Þar verða blöðrur til að sýna hvar farið er inn á fundinn.

Fræðsluganga í Blikastaðakró

Sunnudaginn 29. september stendur Hið Íslenska Náttúrufræðifélag fyrir fræðslugöngu um Blikastaðakró. Blikastaðakró er nafn yfir um 2 km langa strandlengju frá ósi Úlfarsár vestur að Eiðinu út í Geldingarnes. Strandlínan er náttúruleg og lítið röskuð og skiptast á grunnar víkur með sandi og malarfjörum og klettanef sem ganga í sjó fram. Gorvík er dýpsta víkin í Blikastaðakró og þar er töluverð þangfjara. Dýralíf er auðugt, sérstaklega fuglalíf – einkum er mikið um æðarfugl, máfa og vaðfugla sem sækja á leirusvæði. Margæsir sjást þar í stórum hópum á fartíma. Algengt er að sjá seli liggja á skerjum. Ýmis fjörudýr er þar að finna og m.a. hefur risaskeri, stórvaxinn burstaormur, fundist í nokkrum mæli en hann grefur sig í sandinn á leirunum. Áhersla verður á fuglalíf á svæðinu og munu Snorri Sigurðsson, líffræðingur og Jón Baldur Hlíðberg, myndlistamaður leiða gönguna. Mæting er kl. 13.00 við ósa Úlfarsá. Gengið verður í átt að Geldingarnesi og endað við Gorvík. Bílastæði má finna neðst við Barðastaði. Frá Korpúlfsstaðarvegi er beygt niður Barðastaði (hjá  OB – bensín) og veginum fylgt beint niður að sjó. Bílastæðið má finna þar á vinstri hönd. Klæðið ykkur eftir veðri og takið með sjónauka. Gangan er ekki erfið. Miðað er við að hún taki um 2 klst. Ferðin er ókeypis.