Greinasafn fyrir flokkinn: Fræðsla

Haustlitaferð á Þingvelli

Hið íslenska náttúrufræðifélag efnir til haustlitaferðar á Þingvelli 17. september. Ferðin verður undir handleiðslu Jóhannesar Bjarka Urbancic og áherslan verður á náttúruskoðun frekar en langar göngur.

Við munum hittast á bílastæðinu við Krónuna á Bíldshöfða klukkan 10:30 og sameinast þar í bíla. Þau sem vilja mæta beint geta hitt okkur við þjónustumiðstöðina á Leirum á Þingvöllum (norðan vatns, við Uxarhryggjaleið, ekki við Almannagjá) um klukkan 11:30.

Við stefnum á þriggja tíma samveru á Þingvöllum og komum með eigið nesti, en högum auðvitað seglum eftir vindi og úrkomu.

Þjónustumiðstöð:
https://goo.gl/maps/sRZAqchCpq4ph5f1A

Með von um að sjá ykkur sem flest,
Stjórn Hins íslenska náttúrufræðifélags

Fræðsluerindi: Áhrif matvælaframleiðslu á líffræðilegan fjölbreytileika

Sigurður Loftur Thorlacius, umhverfisverkfræðingur (MSc) hjá Eflu fjallar um umhverfisáhrif matvælaframleiðslu í víðu samhengi.

Landbúnaður hefur haft mikil áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika og lífmassa lífvera á jörðinni. Matvælaframleiðsla er talin valda losun á fjórðungi gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. 


Í lok erindisins verður kynnt Matarspor, hugbúnaður sem stuðlar að vitundarvakningu um loftslagsáhrif matar.

Aðgangur er ókeypis og öllum opinn en erindinu verður jafnframt streymt.

Hér má finna streymi á erindið.

Hér má finna hlekk á viðburðinn.

Hér má finna glærur Sigurðar frá erindinu á PDF formati.

Heimsókn á aðventu

Þann 13. desember 2022 klukkan 17:00 mun Hið íslenska náttúrufræðifélag og Náttúruminjasafn Íslands bjóða félögum og gestum þeirra að heimsækja nýtt sýningarhúsnæði Náttúruminjasafnsins á Seltjarnarnesi.
Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður NMSÍ, mun taka á móti okkur og segja frá framtíðarhúsakynnum safnsins og HÍN býður upp á aðventuglögg og smákökur.

Hlökkum til að sjá ykkur, kæru félagar!

Aðalfundur HÍN og fræðsluerindi 28. febrúar

Erindi Sigrúnar Helgadóttur um bók hennar Sigurður Þórarinsson, Mynd af manni I-II, verk Sigurðar og hvað hann gerði fyrir HÍN. Hann var formaður í aðeins 2 ár en hafði mikil áhrif. Erindið byrjar klukkan 19:00. Slóð á Teams streymi má nálgast hér.

Dagskrá aðalfundar byrjar kl. 20:00. Slóð á Teams streymi má nálgast hér.

Erindið og fundurinn fer fram á Náttúrufræðistofnun, Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ. Ekið er framhjá Kauptúni og eftir Urriðaholtsstræti, meðfram húsi Náttúrufræðistofnunar. Ekið er upp á efra stæði austan hússins og farið inn um hurð á vestari inngangi. Þar verða blöðrur til að sýna hvar farið er inn á fundinn.

Þeir sem koma gangandi geta farið sömu leið eða upp járnstiga sem er við starfsmannainngang þar sem ekið er inn í bílageymslu vestanmegin.

Ekið er framhjá Kauptúni og eftir Urriðaholtsstræti, meðfram húsi Náttúrufræðistofnunar. Ekið er upp á efra stæði austan hússins og farið inn um hurð á vestari inngangi. Þar verða blöðrur til að sýna hvar farið er inn á fundinn.