Hið íslenska náttúrufræðifélag efnir til haustlitaferðar á Þingvelli 17. september. Ferðin verður undir handleiðslu Jóhannesar Bjarka Urbancic og áherslan verður á náttúruskoðun frekar en langar göngur.
Við munum hittast á bílastæðinu við Krónuna á Bíldshöfða klukkan 10:30 og sameinast þar í bíla. Þau sem vilja mæta beint geta hitt okkur við þjónustumiðstöðina á Leirum á Þingvöllum (norðan vatns, við Uxarhryggjaleið, ekki við Almannagjá) um klukkan 11:30.
Við stefnum á þriggja tíma samveru á Þingvöllum og komum með eigið nesti, en högum auðvitað seglum eftir vindi og úrkomu.
Þjónustumiðstöð:
https://goo.gl/maps/sRZAqchCpq4ph5f1A
Með von um að sjá ykkur sem flest,
Stjórn Hins íslenska náttúrufræðifélags
You must be logged in to post a comment.