Ný stjórn félagsins

Þann 27. febrúar síðastliðinn fór fram aðalfundur Hins íslenska náttúrufræðifélags í húsnæði Náttúrufræðistofnunar Íslands. Að loknu áhugaverðu erindi Sigurðar Thorlacius um áhrif matvælaframleiðslu á líffræðilegan fjölbreytileika var gengið til hefðbundinna aðalfundarstarfa. Þar á meðal fór fram kjör stjórnar félagsins. Ný stjórn hefur nú skipt með sér verkum en hana skipa:

  • Sölvi Rúnar Vignisson, formaður.
  • Sveinn Kári Valdimarsson, varaformaður
  • Anna Heiða Ólafsdóttir, félagsvörður.
  • Benedikt Traustason, vefstjóri.
  • Bryndís Guðrún Róbertsdóttir, gjaldkeri.
  • Einar Pétur Jónsson, kynningarstjóri.
  • María Helga Guðmundsdóttir, ritari.

Á sama tíma létu af störfum:

  • Ester Rut Unnsteinsdóttir, formaður.
  • Hrefna Sigurjónsdóttir, varaformaður.
  • Hrefna Berglind Ingólfsdóttir, ritari
  • Hlín Halldórsdóttir, vefstjóri.
  • Helena W. Óladóttir, fræðslustjóri.

Er þeim þakkað kærlega fyrir óeigingjarnt starf í þágu félagsins. 

1 thoughts on “Ný stjórn félagsins

  1. Bakvísun: Sölvi Rúnar kjörinn formaður Hins íslenska náttúrufræðifélags – Þekkingarsetur Suðurnesja

Lokað er á athugasemdir.