Fræðsluganga Hins íslenska náttúrufræðifélags verður farin á menningarnótt, laugardaginn 21. ágúst kl. 17. Safnast verður saman við gömlu Loftskeytastöðina við Suðurgötu þar sem Náttúruminjasafn Íslands er til húsa. Síðan verður gengið milli húsa og lóða sem tengjast safnaþætti félagsins og endað í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu. Leiðsögumenn verða Helgi Torfason, forstöðumaður Náttúruminjasafnsins, og Guðjón Friðriksson sagnfræðingur.
Greinasafn fyrir flokkinn: Fræðsluferðir
Fræðsluganga HÍN á menningarnótt
Fræðsluganga Hins íslenska náttúrufræðifélags verður farin á menningarnótt, laugardaginn 21. ágúst kl. 17. Safnast verður saman við gömlu Loftskeytastöðina við Suðurgötu þar sem Náttúruminjasafn Íslands er til húsa. Síðan verður gengið milli húsa og lóða sem tengjast safnaþætti félagsins og endað í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu. Leiðsögumenn verða Helgi Torfason, forstöðumaður Náttúruminjasafnsins, og Guðjón Friðriksson sagnfræðingur.
Gönguferð HÍN á Þríhnúkagíg
Það var bæði rok og rigning þegar hópur göngufólks hittist á Bláfjallaveginum í gærkvöldi. Þrátt fyrir óskemmtilegt veður (sjá myndir) ákváðu rúmlega 20 manns að ganga á Þríhnúkagíg undir öruggri leiðsögn Kristjáns Sæmundssonar jarðfræðings.
Ferðin var blaut en það var þó kátur hópur sem kom í bílana um hálftíu leytið eftir fræðandi ferð. Útsýninu yfir höfuðborgarsvæðið og Snæfellsnes sem lýst var fjálglega í leiðarlýsingunni fyrir ferðina misstum við alveg af – þetta kallar því á að fólk endurtaki gönguna í betra veðri síðar.


Myndir: Albert Þorbergsson.
Gengið á Þríhnúkagíg
Fyrsta fræðsluferð HÍN í ár verður miðvikudaginn 6. júní og er stefnt á Þríhnúkagíg sem er norður af Grindaskörðum í Bláfjallafólkvangi. Leiðsögumaður verður valinkunnur jarðfræðingur sem þekkir svæðið mjög vel, dr. Kristján Sæmundsson. Halda áfram að lesa
You must be logged in to post a comment.