Greinasafn fyrir flokkinn: Fræðsluferðir

Heimsókn á aðventu

Þann 13. desember 2022 klukkan 17:00 mun Hið íslenska náttúrufræðifélag og Náttúruminjasafn Íslands bjóða félögum og gestum þeirra að heimsækja nýtt sýningarhúsnæði Náttúruminjasafnsins á Seltjarnarnesi.
Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður NMSÍ, mun taka á móti okkur og segja frá framtíðarhúsakynnum safnsins og HÍN býður upp á aðventuglögg og smákökur.

Hlökkum til að sjá ykkur, kæru félagar!

Heimsókn á sýningu Náttúruminjasafnsins

Í stað þess að haldið væri hefðbundið fræðsluerindi í desember var félögum boðið að heimsækja nýopnaða sýningu Náttúruminjasafnsins, Vatnið í náttúru íslands í Perlunni. Þar tóku á móti okkur forstöðumaður safnsins, Hilmar Malmquist og Álfheiður Ingadóttir ritstjóri. Hilmar hélt erindi þar sem stiklað var á stóru í sögu sýningarinnar og bauð fólkið velkomið. Hann og Álfheiður veittu svo gestum leiðsögn um sýninguna og svöruðu spurningum og í lokin var boðið upp á veitingar. Góð mæting var á viðburðinn og virtust félagar almennt hafa ánægju af sýningunni og að hittast á þessum vettvangi. Við þökkum þeim Hilmari og Álfheiði fyrir góðar móttökur og óskum okkur öllum til hamingju með glæsilega sýningu.

Fræðsluganga HÍN á menningarnótt 2010

Fræðsluganga Hins íslenska náttúrufræðifélags verður farin á menningarnótt, laugardaginn 21. ágúst kl. 17. Safnast verður saman við gömlu Loftskeytastöðina við Suðurgötu þar sem Náttúruminjasafn Íslands er til húsa. Síðan verður gengið milli húsa og lóða sem tengjast safnaþætti félagsins og endað í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu. Leiðsögumenn verða Helgi Torfason, forstöðumaður Náttúruminjasafnsins, og Guðjón Friðriksson sagnfræðingur.

Fræðsluganga HÍN á menningarnótt

Fræðsluganga Hins íslenska náttúrufræðifélags verður farin á menningarnótt, laugardaginn 21. ágúst kl. 17. Safnast verður saman við gömlu Loftskeytastöðina við Suðurgötu þar sem Náttúruminjasafn Íslands er til húsa. Síðan verður gengið milli húsa og lóða sem tengjast safnaþætti félagsins og endað í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu. Leiðsögumenn verða Helgi Torfason, forstöðumaður Náttúruminjasafnsins, og Guðjón Friðriksson sagnfræðingur.