Ritstjóri óskast!

Hið íslenska náttúrufræðifélag óskar eftir að ráða starfsmann til að ritstýra félagsriti sínu Náttúrufræðingnum. Náttúrufræðingurinn er alþýðlegt fræðslurit um náttúru Íslands og náttúrufræði og hefur tímaritið komið út samfleytt í 82 ár síðan 1931. Fjögur hefti eru gefin út á ári og er hver árgangur um 160 blaðsíður.

Ritstjóri Náttúrufræðingsins hefur umsjón með útgáfunni og starfar með ritstjórn. Helstu verk ritstjóra eru að afla efnis í tímaritið, tryggja fagleg og málfarsleg gæði sam-þykktra greina, stjórna umbroti tímaritsins, afla auglýsinga, hafa umsjón með prentun tímaritsins og sjá til þess að því sé dreift til meðlima félagsins. Einnig er gert ráð fyrir að ritstjóri kynni efni tímaritsins og birti útdrætti á netsíðu félagsins.

Um er að ræða 50% starfshlutfall og launakjör samkvæmt starfsheitinu Yfirnáttúrufræðingur í samræmi við kjarasamning FÍN og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Auk þess fær ritstjóri ákveðið hlutfall af auglýsinga-tekjum. Fyrir hendi er aðstaða með nauðsynlegum tölvu- og skrifstofu-búnaði. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af ritstjórn eða útgáfu-málum, kynningar- og markaðsmálum og hafi góða grunnþekkingu í náttúrufræðum og á íslenskri náttúru. Miðað er við ráðningu frá 1. október 2012.

Nánari upplýsingar veitir Árni Hjartarson formaður HÍN
(ah@isor.is, 864 0846).