Nú á dögunum fór í loftið nýr vefur Náttúrufræðingsins, natturufraedingurinn.is. Á vefnum má nálgast ný tölublöð tímaritsins ásamt öllum helstu upplýsingum um tímaritið þ.á.m. leiðbeiningar til höfunda. Það er von þeirra sem að vefnum standa að hann muni vaxa og dafna þegar fram líða stundir.
Útgáfa Náttúrufræðingsins hófst árið 1931 og hefur verið samfelld í átta áratugi. Það er því um stórt skref í útgáfu tímaritsins að ræða sem verður þó líkt og áður gefið út á prenti.
Útgáfa tímaritsins er kostuð af Hinu íslenska náttúrufræðifélagi og Náttúruminjasafni Íslands. Tímaritinu hefur frá upphafi verið ætlað að vera alþýðlegt fræðslurit þar sem birtar eru greinar um náttúrufræði. Í því birtast jafnt fræðilegar greinar í bland við almennan fróðleik. Allir félagar Hins íslenska náttúrufræðifélags eru áskrifendur Náttúrufræðingsins.

You must be logged in to post a comment.