Því miður þurfti starfsemi Flóruvina að liggja í láðinni yfir sumarið en fór þó aftur í gang í rólegheitunum í síðasta mánuði, passlega þegar flest var sölnað fyrir veturinn. Facebook hópur Flóruvina hélt þó áfram að vaxa en þarf nú örlítið fastari tök þar sem einhver tröll voru farin að vaða þar uppi með efni sem ekkert hafði með plöntur að gera. Það horfir þó allt til betri vegar!
Eitt fyrsta verk eftir leyfið var annars vegar að herða á stillingum í Flóruvinahópnum á Facebook en því næst var það ársfundur norrænu grasafræðifélaganna og verður nánar greint frá honum næstu daga.
Hins vegar er engin ástæða til að hætta að sinna grasafræðinni þó kominn sé vetur, samanber meðfylgjandi mynd sem var tekin fyrir sléttum 13 árum á Reyðarfirði!
