Nýr Náttúrufræðingur kominn út

Þá er 1.-2. hefti Náttúrufræðingsins, 89. árgangs, komið í hendur félagsmanna. Þar má m.a. lesa um Berghlaupið í Öskju 2014, um sandauðnir á Íslandi og sjófuglatalningar með dróna. Auk þess má nefna heimsókn í furðukames Errols Fuller sem geymir tvö geirfuglsegg í skúffum heima hjá sér! Heftið er 72 bls. að stærð. Ritstjóri er Álfheiður Ingadóttir líffræðingur. Félagsgjald og innifalin áskrift kostar 5.800 kr. og er veittur afsláttur fyrir stúdenta og hjón.

Leiðara blaðsins skrifar Kristín Svavarsdóttir plöntuvistfræðingur.

Í blaðinu má einnig finna skýrslu stjórnar og reikninga.

NFR_2019_1-2-Forsíða