Málþing HÍN og FÍN um skógrækt, loftslagsmál og lífríki Íslands

Hið íslenska náttúrufræðifélag heldur málþing í Öskju, í samstarfi við Félag íslenskra náttúrufræðinga, 30. nóvember nk. kl. 17-19.30. 

Málþingið ber yfirskriftina ,,Skógrækt, loftslagsmál og lífríki Íslands“ og er ókeypis og öllum opið.

Við höfum fengið gott fólk til framsögu og í pallborð. Skipulagðar verða almennar umræður um miðbik málþingsins og spurningum þaðan síðan varpað yfir í pallborðið. Mikilvægt er að þið góðir félagsmenn fjölmennið. 

Vinsamlega skráið þátttöku hér: Skráning á málþing HÍN og FÍN.

Framsöguerindum verður streymt í gegnum facebook síðu Hins íslenska náttúrufræðifélags og ætti útsending að hefjast kl. 17 þann 30. nóvember.

Smelltu hér fyrir streymi.

Öll velkomin!

________________________________

Hér að neðan má smella á framsöguerindi og finna glærur málþingsins.

Land og líf – samræmd áætlun í landgræðslu og skógrækt – Björn Helgi Barkarson

Skipulag um nýtingu lands – Ásdís Hlökk Theodórsdóttir

Skógræktarverkefni, vottun og skráning í loftslagsskrá – Rannveig Anna Guicharnaud

Skógrækt á tímum lofstlagsvár – Hreinn Óskarsson

Liklegar breytingar á gróðurfari og ásýnd lands með skógrækt erlendra tegunda – Sigurður H. Magnússon

Áhrif skógræktar á mófugla – Tómas Grétar Gunnarsson