Sumarátak Flóruvina 2021

Flóruvinir hafa hleypt af stokkunum átaki við að stoppa í götin á útbreiðslukortum háplantna en yfir 1.500 5×5 km reitir eru vanskráðir!


Norrænt samstarf

Í nágrannalöndunum er öflugt starf fjölmargra grasafræðifélaga en þessi félög hafa stutt við bakið á okkur frændum sínum. Árlega er haldinn sameiginlegur fundur megin grasafræðifélaga hvers lands og hafa bæði Hörður og Gróa Valgerður sótt þessa fundi þegar kostur hefur gefist. Stefnt er á að halda uppteknu samstarfi, efla það og hafa það sem yfirlýst hlutverk nefndarinnar að sinna því.


Samfélagsmiðlar

Á Facebook hafa Flóruvinir sömuleiðis verið með líflegan hóp og nú nýverið síðu að auki. Hópurinn er opinn og er fyrst og fremst ætlaður þeim sem áhuga hafa á að deila myndum sínum af íslenskum plöntum, vantar aðstoð við tegundagreiningu eða vilja aðstoða aðra við greiningar.

Flóruvina síðan á Facebook var stofnuð með það í huga að auðvelda utanumhald um hópinn og viðburði tengda flóru landsins. Nefndarmenn hafa það að hlutverki að deila fróðleik um flóru Íslands í gegnum Facebook á fyrrgreindan máta, ritstýra umræðu í hópnum, halda utan um hópinn og eftir bestu getu sjá til þess að meðlimir fái réttar upplýsingar, ekki síst þegar kemur að tegundagreiningu. Facebook hópurinn er ekki vettvangur fyrir áróður af neinu tagi.Ábyrgðarmaður síðuhluta: Gróa Valgerður Ingimundardóttir
Síðast uppfært: 12. maí 2021