Sumarátak Flóruvina 2021

Flóruvinir hafa hleypt af stokkunum átaki við að stoppa í götin á útbreiðslukortum háplantna en yfir 1.500 5×5 km reitir eru vanskráðir!


Norrænt samstarf

Í nágrannalöndunum er öflugt starf fjölmargra grasafræðifélaga en þessi félög hafa stutt við bakið á okkur frændum sínum. Árlega er haldinn sameiginlegur fundur megin grasafræðifélaga hvers lands og hafa bæði Hörður og Gróa Valgerður sótt þessa fundi þegar kostur hefur gefist. Stefnt er á að halda uppteknu samstarfi, efla það og hafa það sem yfirlýst hlutverk nefndarinnar að sinna því.


Samfélagsmiðlar

Á Facebook hafa Flóruvinir sömuleiðis verið með líflegan hóp og nú nýverið síðu að auki. Hópurinn er opinn og er fyrst og fremst ætlaður þeim sem áhuga hafa á að deila myndum sínum af íslenskum plöntum, vantar aðstoð við tegundagreiningu eða vilja aðstoða aðra við greiningar.

Flóruvina síðan á Facebook var stofnuð með það í huga að auðvelda utanumhald um hópinn og viðburði tengda flóru landsins. Nefndarmenn hafa það að hlutverki að deila fróðleik um flóru Íslands í gegnum Facebook á fyrrgreindan máta, ritstýra umræðu í hópnum, halda utan um hópinn og eftir bestu getu sjá til þess að meðlimir fái réttar upplýsingar, ekki síst þegar kemur að tegundagreiningu. Facebook hópurinn er ekki vettvangur fyrir áróður af neinu tagi.

Fréttir og fróðleikur

Flóruvinir í Morgunútvarpi Rásar 2
Þeir Pawel og Starri mættu í viðtal hjá Morgunútvarpi Rásar 2 þann 3. júní og kynntu þar bæði Flóruvini og Sumarátak Flóruvina. Hægt er að hlusta á viðtalið í Hlaðvarpi RÚV hér.
Plöntupressur
Plöntupressur eru einfaldar en ótrúlega þægilegar að hafa. Þær er hægt að útbúa úr tveimur fjölum sem er haldið saman með tveimur borðum eða reipisbútum sem auðvelt er að strekkja vel til að halda góðri pressu á plöntunum. …
Sumarátak Flóruvina
Þá hefur sumarátaki Flóruvina verið hleypt af stokkunum! Pawel Wasowicz sem situr í faghópnum Flóruvinir, hefur útbúið kerfi sem gerir öllum kleyft að skila inn upplýsingum um háplöntutegundir sem þeir finna á ferðum sínum. Ef þig langar til …
Svíar hafa kosið sér þjóðarblóm
Á dögunum kusu Svíar bláklukku (Campanula rotundifolia) sem þjóðarblóm sitt. Það var Hið sænska grasafræðiifélag sem hélt utan um kosninguna en henni lauk á föstudaginn síðasta. Svíþjóð hefur í rúma öld haft svokölluð héraðsblóm og þau náðu nokkrum …
Ferlaufungur Flóruvina
Fóruvinir hafa fengið sér svæði hér á heimasíðunni og þar má nú jafnframt nálgast fréttabréf Flóruvina, Ferlaufung, sem gefið var út af Herði Kristinssyni á árunum 1998-2012 en Náttúrufræðistofnun Íslands studdi við útgáfuna á sínum tíma.
Flóruvinir
Stjórn Hins íslenska náttúrufræðifélags hefur ákveðið að taka opnum örmum á móti starfsemi sem fram til þessa hefur fallið undir Flóruvini, samstarfshóp sjálfboðaliða um rannsóknir og verndun á íslensku flórunni. Hópurinn var stofnaður af Herði Kristinssyni árið 1998 …
Sérsviðadeildir innan félagsins
Samkvæmt lögum Hins íslenska náttúrufræðifélags er tilgangur þess að efla íslensk náttúruvísindi, glæða áhuga og auka þekkingu manna á öllu, er snertir náttúrufræði. Eins og heyra má er um að ræða breytt svið og því er full þörf …


Ábyrgðarmaður síðuhluta: Gróa Valgerður Ingimundardóttir
Síðast uppfært: 27. maí 2021