Greinasafn eftir: Gógó

Bókartilboð til félagsmanna

Bókin Sigurður Þórarinsson – Mynd af manni eftir Sigrúnu Helgadóttur
er ævisaga eins helsta vísindamanns þjóðarinnar. Sigurður var landsþekktur
fyrir jarðfræðirannsóknir sínar og fyrir að miðla upplýsingum um
jarðfræðileg fyrirbæri til landsmanna á skýran og greinargóðan hátt.

Útgefandi er Náttúruminjasafn Íslands.

Bókin er veglegt tveggja binda verk í öskju. Sannkölluð heimilaprýði.

Félagsmönnum Hins íslenska náttúrufræðifélags býðst að kaupa verkið á
tilboðsverði, 13.900 kr. með heimsendingargjald innifalið. Venjulegt verð í vefverslun er 15.900 kr.

Félagsmenn sem eru á póstlista eru nú búnir að fá tilboðskóðann sendann í tölvupósti en ef það eru einhverjir sem eru á félagaskrá og vilja nýta sér tilboðið má hafa samband við ritari@hin.is – nýskráðir félagar geta að sjálfsögðu líka nýtt sér tilboðið! Smellið hér til að gerast félagi í HÍN.

Heimasíða HÍN

Vefstjóri hefur nú farið létt yfir heimasíðu félagsins og bætt við efni á borð við aðalfundargerðum, ársskýrslum og ályktunum sem félagið hefur sent frá sér. Listarnir eru þó ekki tæmandi en stefnan er að ályktanir, umsagnir og opin bréf í nafni félagsins verði aðgengileg hér á síðunni.

Lesendur mega gjarnan senda ábendingar um það sem betur mætti fara á ritari@hin.is

Sumarstarf við náttúrumiðlun

Hið íslenska náttúrufræðifélag óskar eftir því að ráða nemanda til starfa í sumar. Félagið, í samstarfi við Náttúruminjasafn Íslands gefur út tímaritið Náttúrufræðinginn. Starfið felst í að taka þátt í efnisöflun, vinnslu og framsetningu efnis á glænýjum vef tímaritsins, í samvinnu við ritstjóra og umsjónarmann vefútgáfu Náttúruminjasafnsins. Áhugasömum er bent á að sækja um á vefsíðu Vinnumálastofnunar.